Flöskuskeyti fylgja eftir ferðum svartfugla

Dansk­ir vís­inda­menn hyggj­ast rann­saka ferðir svart­fugla með sér­stök­um flösku­skeyt­um hönnuðum ...
Dansk­ir vís­inda­menn hyggj­ast rann­saka ferðir svart­fugla með sér­stök­um flösku­skeyt­um hönnuðum af Verkís fyr­ir sam­starfs­verk­efni þeirra og Ævars vís­inda­manns mbl.is/Ómar Óskarsson

Á næstu dögum verður tíu flöskuskeytum sleppt í hafið við Grænland á vegum danskra vísindamanna sem ætla að kortleggja ferðir svartfugla í hafinu. Flöskuskeytin eru hönnuð af Verkís fyrir samstarfsverkefni þeirra og Ævars Benediktssonar vísindamanns.

Hægt er að rekja ferðir flöskuskeytanna á höfum úti í gegnum gervihnetti en tveimur flöskuskeytum var sleppt í sjóinn nokkra kílómetra út frá landi á Reykjanesi í janúar 2016. Síðan þá hefur verið fylgst með ferðum þeirra og hafa skeytin farið allt frá Grænlandi, til Nýfundnalands og Labrador og svo þvert yfir Atlantshafið og komið á land í Skotlandi og Færeyjum.

Skeytin samanstanda af tveimur hólkum. Ytri hólkur, sem inniheldur glíseról ...
Skeytin samanstanda af tveimur hólkum. Ytri hólkur, sem inniheldur glíseról sem frýs ekki, og innri hólkur en inni í honum er merki sem tengist gervihnetti. Ljósmynd/Verkís

Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá Verkís segir skeytin fylgja vindum og straumum. Skeytin, sem eru hönnuð af verkfræðingum hjá Verkís, samanstanda af tveimur hólkum. Ytri hólkur, sem inniheldur glýseról sem frýs ekki, og innri hólkur en inni í honum er merki sem tengist gervihnetti.

Kortleggja ferðir svartfuglsins

Verkefnið vakti athygli víða um heim og tóku menn meðal annars eftir því að flöskuskeytin virtust rekja vetrarstöðvar svartfugla. „Í kjölfarið fengu sjófuglamenn áhuga á þessu og danskir aðilar sem eru að skoða sjófugla undan austurströnd Grænlands pöntuðu hjá mér tíu skeyti til þess að henda út af skipi á milli Svalbarða og Grænlands núna í ágúst,“ segir Arnór.

Segir hann að svartfuglarnir séu ófleygir á þessum tíma og reka því með vindi og straumum í nokkrar vikur. Vilja vísindamennirnir reyna að nota skeytin til þess að kortleggja ferðir þeirra.

Vísindamennirnir pöntuðu tíu flöskuskeyti sem þeir ætla að henda í ...
Vísindamennirnir pöntuðu tíu flöskuskeyti sem þeir ætla að henda í sjóinn milli Grænlands og Svalbarða nú í ágúst. Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon

Framhjá öllum helstu varpstöðum geirfuglsins

Arnór nefndi einnig að Verkís, í samstarfi við vísindamenn í Kanada, Danmörku og Bretlandi, vinni að umsókn um styrk til National Geographic til þess að kortleggja ferðir geirfuglsins.

Það kom í ljós að skeytin tvö komu við á stöðum sem þekktir eru sem fyrrverandi varpstaðir geirfuglsins. Var þeim hent út við Eldey sem er síðasta þekkta varpstöð geirfugla í heiminum en þar voru síðustu geirfuglarnir drepnir á sínum tíma.

Þá sigldu skeytin fram hjá Funk eyju undan ströndum Nýfundnalands þar sem ein stærsta varpstöð geirfugla var á sínum tíma auk Sánkti Kildu undan vesturströnd Skotlands þar sem einnig var varpstöð geirfugla.

Hægt er að fylgjast með ferðum flöskuskeytanna á vefsíðu Verkís

Hér má sjá ferðir skeytanna þvert yfir atlantshaf.
Hér má sjá ferðir skeytanna þvert yfir atlantshaf. Skjámynd/Google
mbl.is

Bloggað um fréttina

BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...