Facebook í samkeppni við YouTube

AFP

Facebook hefur kynnt til leiks nýja efnisveitu þar sem verður að finna efni framleitt af fagmönnum. Veitan verður í beinni samkeppni við Youtube en hugsanlega einnig við efnisveitur á borð við Netflix.

Facebook greindi frá þessu í tilkynningu seint í gær en efnisveitan mun kallast Watch. Þar verður að finna margs konar efni, allt frá raunveruleikasjónvarpi og grínþáttum yfir í beinar íþróttaútsendingar.

„Þarna munt þú finna þætti sem vinir þínir eru að horfa á og þú getur fylgst með uppáhalds efninu þínu og framleiðendunum svo þú missir ekki af neinu,“ segir Mark Zuckerberg stofnandi Facebook. „Þú munt geta spjallað og tengst fólki á meðan á þættinum stendur og gengið í hópa með fólki sem horfir einnig á þættina í kjölfarið og byggt upp samfélag í kringum þá.“

Facebook hefur fjármagnað framleiðslu einhverra þátta til að koma veitunni af stað. Meðal þáttastjórnenda sem búið er að tilkynna um er bloggarinn Nusseir Yassin og Gabby Bernstein.

Til að byrja með verður Watch aðeins aðgengilegt hluta Facebook-notenda í Bandaríkjunum en notendum sem geta nýtt sér þjónustuna verður fjölgað á komandi vikum.

mbl.is
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir
í skjólgóðri hlíð mót suðri í Hvalfirði, 55 km frá Rvík. Frábært útsýni. Heitt v...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...