Fá Nóbelinn fyrir líkamsklukku

Hvað slær þín líkamsklukka núna?
Hvað slær þín líkamsklukka núna? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír vísindamenn sem hafa rannsakað líkamsklukku mannsins hafa unnið Nóbelsverðlaunin í flokki sálfræði og/eða læknavísinda. Líkamsklukkan eða takturinn innra með okkur segir okkur ekki eingöngu að sofa á nóttunni heldur gegnir hún einnig veigamiklu hlutverki í allri starfsemi líkamans. BBC greinir frá.  

Bandarísku vísindamennirnir þrír, þeir Jeffrey Hall, Michael Rosbash og Michael Young, munu deila verðlaununum. 

Í umsögn dómnefndar segir að „uppgötvunin hafi gríðarlega mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan.“ Líkamsklukkan tifar í nánast öllum frumum líkamans einnig í plöntum, dýrum og sveppum. 

Skap, hormónar, líkamshiti og efnaskipti sveiflast eftir daglegum takti. Jafnvel hættan á hjartaáfalli eykst á hverjum morgni þegar við rísum úr rekkju og líkaminn vaknar af svefninum til að takast á við verkefni nýs dags. 

Líkamsklukkan okkar er nákvæm til að passa upp á að við skynjum dag og nótt og ef hún er trufluð getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hin skelfilega flugþreyta er vegna þess að líkaminn er ekki í tengslum við heiminn og tímaskynið sem er í kringum hann. 

mbl.is
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...