Fá Nóbelinn fyrir líkamsklukku

Hvað slær þín líkamsklukka núna?
Hvað slær þín líkamsklukka núna? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír vísindamenn sem hafa rannsakað líkamsklukku mannsins hafa unnið Nóbelsverðlaunin í flokki sálfræði og/eða læknavísinda. Líkamsklukkan eða takturinn innra með okkur segir okkur ekki eingöngu að sofa á nóttunni heldur gegnir hún einnig veigamiklu hlutverki í allri starfsemi líkamans. BBC greinir frá.  

Bandarísku vísindamennirnir þrír, þeir Jeffrey Hall, Michael Rosbash og Michael Young, munu deila verðlaununum. 

Í umsögn dómnefndar segir að „uppgötvunin hafi gríðarlega mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan.“ Líkamsklukkan tifar í nánast öllum frumum líkamans einnig í plöntum, dýrum og sveppum. 

Skap, hormónar, líkamshiti og efnaskipti sveiflast eftir daglegum takti. Jafnvel hættan á hjartaáfalli eykst á hverjum morgni þegar við rísum úr rekkju og líkaminn vaknar af svefninum til að takast á við verkefni nýs dags. 

Líkamsklukkan okkar er nákvæm til að passa upp á að við skynjum dag og nótt og ef hún er trufluð getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hin skelfilega flugþreyta er vegna þess að líkaminn er ekki í tengslum við heiminn og tímaskynið sem er í kringum hann. 

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...