Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á frystum sameindum

Jacques Dubochet, sem er Svisslendingur, Joachim Frank sem er Bandaríkjamaður …
Jacques Dubochet, sem er Svisslendingur, Joachim Frank sem er Bandaríkjamaður og Bretinn Richard Henderson hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. AFP

Vísindamennirnir Jacques Dubochet, Joachim Frank og Richard Henderson eru handhafar Nóbelsverðlaunanna í efnafræði í ár. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag sitt sem auðveldar rannsóknir á frystum sameindum.

Með aðferðinni, þar sem meðal annars eru notaðir raf­einda­geisl­ar til þess að fá myndbyggingu viðkomandi sameinda geta rannsakendur ítrekað framleitt þrívíða uppbyggingu lífsameinda.

Nú er hægt að frysta hreyfingu lífsameinda og sjá fyrir sér ferli sem aldrei áður hefur sést. Þetta er það sem ræður úrslitum þegar kemur að skilningi á efnasamsetningu lífs og framleiðslu á læknislyfjum, segir meðal annars í ákvörðun Nóbelsnefndarinnar. 

Með þessu er hægt að halda lífsameindum frosnum í þeirra náttúrulega ástandi án þess að nota þurfi litun eða festiefni. Uppgötvun þremenninganna er nú nýtt við rannsóknir á byggingu á agnarsmáum frumum, vírusum og próteinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert