Gott að geta talað íslensku við símann

Sjálfvirki þýðandinn Pixel Buds var kynntur hjá Google í gær. ...
Sjálfvirki þýðandinn Pixel Buds var kynntur hjá Google í gær. Kerfið sem þýðingarnar eru unnar með nefnist Neural Translation Network á ensku sem útleggja má sem taugakerfi þýðinga á íslensku. AFP

Sjálfvirki þýðandinn, Pixel Buds, sem Google mun bjóða upp á í nýj­um farsíma sín­um, Pix­el 2, er góð viðbót að mati Þórarins Einarssonar verkefnastjóra og þýðanda hjá Skopos þýðingarstofunni. Mikilvægt sé að fólk geti átt samskipti við símann á íslensku.

Greint var frá því í gær að íslenska verða eitt af 40 tungu­mál­um sem hægt verður að velja um í Pixel Buds, þýðanda sem settur er í eyrað. Í sím­an­um er lögð áhersla á gervi­greind og er Pixel 2 ætlað að keppa við farsíma frá fyr­ir­tækj­um á borð við Apple og Amazon.

„Þetta er besta mál,“ segir Þórarinn. „Það er mikilvægt að fólk geti átt samskipti við símann á íslensku og þetta er hluti af því. Við hjá Skopos vinnum sjálf mjög mikið við að þýða viðmót og forrit og þetta er góð viðbót við það. Þetta gerir fólki líka kleift að vera í samskiptum við annað fólk á öðrum tungumálum og er bara mjög sniðugt tækni.“

Þórarinn kveðst heldur ekki óttast að gervigreindin taki yfir störf þýðenda.

Mikil og hröð þróun í sjálfvirkum þýðingum

Íslenska er ekki auðveldasta tungumálið fyrir gervigreind að snara yfir á aðra tungu, líkt og þýðingar Google Translate í gegnum tíðina hafa oft borið með sér. Þórarinn segir mikla og hraða þróun hafa orðið í þessum málum á þess ári.

„Sérstaklega eftir að íslenska var tekin inn í nýtt kerfi hjá Google fyrir sjálfvirkar þýðingar.“ Kerfið nefnist Neural Translation Network á ensku sem útleggja má sem taugakerfi þýðinga á íslensku. Það byggir á samtengdu neti sem felur í sér að gæði sjálfvirku þýðinganna eru orðin mun betri í en þau voru fyrir nokkrum  mánuðum og árum.

Þórarinn segir tæknina í Pixel 2 byggja á  sömu tækni og Google Translate, sem sé stöðugt að verða betra þýðingaforrit. „Það er alltaf að verða betra og betra fyrir samskipti á milli fólks þó að það henti ekki til notkunar fyrir þýðendur eins og hjá okkur hér innanhúss,“ segir Þórarinn og kveður forritið nýjast vel fyrir fólk til að fá skilning á því sem um er rætt. „Þetta verður kannski ekki gullaldarmál, en það gæti samt komið á óvart hvað textinn er orðinn góður og skiljanlegur.“

Hann segir líka mun minna um mistök en áður í þýðingaforritinu en áður. „Það er farið að skila mun málfræðilega réttari setningum en áður og notar gervigreindina betur, enda er kerfið sjálft farið að læra sjálft á málfræðina og með tímanum fer það að læra að setja orð í rétt kyn og rétt fall upp á eigin spýtur.“

mbl.is
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Talnagátur og heilabrot
Sudoku-Frístund nr. 20 140 talna-, stafa- og rökþrautir af ýmsu tagi. www.fris...
 
Til sölu fyrirtæki – verð aðeins kr. 7
Fyrirtæki
Til sölu fyrirtæki - verð aðeins kr...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...