Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar

Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að lofts­lags­sag­an væri saga skrykkj­ótt­ar kóln­un­ar með hlýj­um köfl­um inn á milli. Síðustu 200 ár hefði verið skrykkj­ótt hlýn­un með köld­um köfl­um hér á landi.

Hall­dór fjallaði um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ísland á um­hverf­isþingi sem haldið er í Hörpu í dag. Þingið er haldið sam­kvæmt ákvæðum nátt­úru­vernd­ar­laga og að þessu sinni verða lofts­lags­mál meg­in­efni þings­ins.

Hall­dór sagði er­indi sitt unnið upp úr skýrslu vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar sem vænt­an­leg væri fyr­ir árs­lok. 

Frá umhverfisþingi sem fram fer í Hörpu í dag.
Frá umhverfisþingi sem fram fer í Hörpu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hann tók dæmi um að hita­stig færi hækk­andi hér á landi og nefndi Stykk­is­hólm í því sam­hengi. Þar hef­ur hita­stig farið hækk­andi frá ár­inu 1979 en í um tvo áratugi þar á undan var kuldaskeið, og m.a. hafís fyrir norðurlandi á síðari hluta 7. áratugar síðustu aldar. „2016 er hlýj­asta árið í þess­ari 220 ára mæliröð, sem verður að telj­ast nokkuð merki­legt,“ sagði Hall­dór.

Sést vel á hopi jökla

Hann sagði að hlýn­un síðustu ára­tuga sæ­ist aug­ljós­lega á hopi jökla og því fylgdu meðal ann­ars breyt­ing­ar á far­veg­um jök­uláa. Hall­dór tók dæmi af Breiðamerk­ur­jökli en árið 1890 náði hann al­veg að sjón­um og yfir landið þar sem jörðin Fell er.

„Í lok 19. aldar þegar jörðin Fell var seld fyr­ir kýr­verð náði jök­ull­inn niður að sjó. Jörðin var seld­ fyr­ir meira en það um dag­inn,“ sagði Hall­dór og upp­skar hlát­ur viðstaddra en ríkið neytti forkaupsréttar þegar jörðin var seld á uppboði fyrir um 1500 milljónir  og er nú hluti af  Vatna­jök­ulsþjóðgarði.

Jöklar hafa hopað vegna hlýnunar.
Jöklar hafa hopað vegna hlýnunar. mbl.is/Rax

Hlýn­un hefði einnig haft áhrif á smíði brúa en gamla brú­in yfir Skeiðar­ársand hefði á end­an­um verið brú yfir lítið vatn, vegna breyt­ing­ar á ár­far­vegi.

„Hlýn­un jarðar er óum­deil­an­leg og benda marg­ar at­hug­an­ir til breyt­inga frá því um miðbik síðustu ald­ar og eru for­dæma­laus­ar þegar litið er til síðustu ára­tuga eða árþúsunda. Hnatt­ræn hlýn­un síðustu ára­tuga er að mestu leiti af manna­völd­um,“ sagði Hall­dór.

Hann sagði að sam­kvæmt töl­um lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) muni sjór halda áfram að súrna og hita­stig hækka með svipaðri los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Af­leiðing­ar af því verði hugsanlega mjög víðtæk­ar.

Bein út­send­ing frá um­hverf­isþing­inu:

 

 

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...