Vélhundurinn Aibo snýr aftur

Jap­anska fyr­ir­tækið Sony hefur endurvakið vélhundinn Aibo á ári hundsins.

Aibo gladdi tækniáhugamenn og aðra á árunum 1999-2006, þegar Sony ákvað að hætta frekari þróun og framleiðslu á hundinum. Nú hefur tæknirisinn hins vegar blásið lífi í Aibo á ný og mun nýjasta útgáfa hans búa yfir gervigreind og nettengingu.

Eldri hund­ur­inn gat gelt, elt bolta, lyft aft­ur­fæti og „lært" skip­an­ir. Síðasta út­gáfa hunds­ins gat sagt 1.000 orð og skilið yfir 100. Í höfði hunds­ins var mynd­bands­upp­töku­vél sem get­ur sent mynd beint í tölvu.

Nýja útgáfan hefur fjöldann allan af skynjurum, myndavélum og hljóðnemum og nettengingin gerir eigandanum kleift að leika við Aibo í gegnum snjallsímann sinn.

Aibo er um 30 sentimetrar á hæð með blakandi eyru og dillandi skott. Þá getur hann hreyft til augun og gefið í skyn mismunandi tilfinningar. Þá verður að teljast líklegt að Aibo muni vekja lukku hjá dýravinum sem þjást af ofnæmi. Svo þarf heldur ekki að ryksuga hundahár í gríð og erg þegar Aibo er annars vegar. 

Ai­bo-hund­ar kostuðu um 130 þúsund krón­ur árið 2006 og seldust um 150 þúsund hundar á sínum tíma. Nýi Aibo-hundurinn fer í sölu í janúar og mun kosta rúmlega 185 þúsund krónur. Sony mun hins vegar ekki bjóða upp á uppfærslu á eldri hvuttum.

Forseti og framkvæmdastjóri Sony, Kazuo Hirai, kynnir vélhundinn Aibo aftur ...
Forseti og framkvæmdastjóri Sony, Kazuo Hirai, kynnir vélhundinn Aibo aftur til leiks eftir 11 ára hlé. AFP
Aibo er kannski ekki sá kúrulegasti, en krúttlegur er hann.
Aibo er kannski ekki sá kúrulegasti, en krúttlegur er hann. AFP
mbl.is
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...