Arður tæknibyltingar skili sér sanngjarnt

Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania.
Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sú tilhneiging er rík að ofmeta áhrif tæknibreytinga til næstu tveggja ára en vanmeta þau áhrif sem kom fram á næsta áratug. Fjórða iðnbyltingin þar sem tæknibúnaður sem bæði nemur, skilur og framkvæmir er hafin og breytir lífi okkar án þess að við verðum þess hreinlega vör. Fróðasta fólk spáir meiri tæknibreytingum á næstu fimm árum en orðið hafa á síðustu tuttugu,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Hjá Advania, sem er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins, er náið fylgst með ýmsum þeim nýjungum í tölvutækni sem telja má til fjórðu iðnbyltingarinnar. Hefðbundin afgreiðslustörf munu breytast hratt á næstu árum, ekki endilega leggjast af en klárlega breytast. Innan tíðar, segir Ægir Már, getum við reiknað með að komnir verði sjálfsafgreiðslukassar í matvöruverslunum þar sem viðskiptavinir renna strikamerktum vörunum fram hjá geislanum, leggja greiðslukortið að skynjara og málið dautt! 

Félagslæsi og forvitni

„Í skólunum þarf því að leggja rækt við eiginleika eins og forvitni, félagslæsi, greiningarhæfni og lagni í samskiptum. Það er lykilatriði til að þrífast á vinnumarkaði, þar sem vélar og gervigreind munu í vaxandi mæli skapa verðmætin og maðurinn kemur ekki alltaf nærri. Vinnutími verður skemmri og skyldur öðruvísi en nú er. Það er úr þessum jarðvegi sem til dæmis hugmyndir manna um borgaralaun eru sprottnar; pælingar sem mörgum þykir gagnrýnisverð fjarstæða. Staðreyndin er samt önnur og nú standa hagfræðingar og stjórnmálamenn andspænis því að finna lausnir svo arðurinn af nýrri tæknibyltingu skili sér af sanngirni til allra.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina