Ofurmáni verður í fyrramálið

Ofurmáninn svokallaði í Marseille í Frakklandi í fyrra.
Ofurmáninn svokallaði í Marseille í Frakklandi í fyrra. AFP

Tunglið í fyrramálið verður eins nálægt jörðu og það getur orðið á þessu ári og er það fyrir vikið oft kallað ofurmáni.

Samtals er vegalengdin 357.987 kílómetrar frá miðju jarðar, samkvæmt Stjörnufræðivefnum.

Full tungl verður jafnframt um miðjan dag á morgun og er það stundum kallað frostmáninn vegna kuldans sem fylgir jafnan desembermánuði.

Í desember klifrar tunglið álíka hátt og himinhvolfið og sólin í júní. Í júní er tunglið jafnframt álíka lágt á lofti á næturnar og sólin er á daginn í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert