Lyf sem veldur krabbameini

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Mjög væri hægt að draga úr nýgengi ákveðinnar tegundar húðkrabbameins ef notkun á vinsælu lyfi væri hætt. Ef hætt yrði að nota lyfið myndu 250 færri Danir greinast með húðkrabbamein á hverju ári. Þetta kemur fram í umfjöllun Politiken. Um er að ræða lyf sem inniheldur hýdróklórtíazíð og er meðal annars notað við háum blóðþrýstingi. 

Í Politiken er vitnað í doktor Anton Pottegård, aðstoðarprófessor við lyfjafræðideild Syddansk-háskóla. Hann stýrði rannsókn sem verður fjallað um í tímaritinu American Academy of Dermatology á morgun. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja mjög mikilvægar enda er um að ræða lyf sem er notað af gríðarlega mörgum í heiminum. 

Politiken

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert