„Nú höfum við skilið dyrnar á ísskápnum eftir opnar“

Veðurfar á norðurslóðum er að breytast hratt.
Veðurfar á norðurslóðum er að breytast hratt. mbl.is/RAX

Miklar loftslagsbreytingar og hlýnun samfara þeim sem átt hafa sér stað á norðurslóðum eru komnar til að vera og engin merki eru um slíkt eigi eftir að breytast í bráð. Hið sífrosna landslag eins og við höfum þekkt það tilheyrir nú fortíðinni.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA. Forstöðumaður hennar, Jeremy Mathis, segir að svæðið gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir jörðina sem nokkurs konar ísskápur hennar. „Nú höfum við skilið dyrnar á ísskápnum eftir opnar,“ segir hann í umfjöllun BBC um skýrsluna.  Mathis skýrði frá niðurstöðum skýrslunnar á ráðstefnu í New Orleans.

Þetta er tólfta skýrslan sem stjórn stofnunarinnar gefur út varðandi ástandið á norðurslóðum. „Við getum staðfest að [svæðið] mun ekki haldast í sínu hingað til áreiðanlega frosna ástandi,“ segir Mathis.

Hann segir að til að setja þróun veðurfars á heimskautasvæðinu í samhengi sé hægt og hafi verið stuðst við gögn sem ná meira en 1.500 ár aftur í tímann. „Það sem er ógnvekjandi er að við sjáum að heimskautasvæðið er að breytast á meiri hraða en nokkurn tímann áður í sögunni.“

 Hann segir að þessi vaxandi hraði verði til þess að fólk og dýr eigi í erfiðleikum með að aðlagast. „Þorpum hefur skolað í burtu, sérstaklega á heimskautasvæði Norður-Ameríku og þar hafa orðið til fyrstu loftslagsflóttamennirnir.“

Hann bendir á að yfirborð sjávar sé að hækka þar sem ís heimskautasvæðisins sé að bráðna hraðar, mun hraðar en talið var að myndi gerast fyrir áratug.

Vísindamenn segja fullvíst að gjörðir mannsins séu að ýta undir loftslagsbreytingar og það hversu hratt veðurfar er að breytast. Síðasta haust var kaldara á norðurslóðum en árin þar á undan. Snjór hélst lengur á vissum svæðum. Það ár sker sig þó nokkuð úr og ljóst að mati vísindamannanna að tilhneigingin er áfram í þá átt að hitastigið hækki og ísinn haldi áfram að bráðna. 

Bendir Mathis m.a. á að íslaust land dragi í sig meiri hita og orku frá sólinni. Það eitt og sér hafi áhrif. Þetta hafi smám saman farið að gerast en þegar þessi íslausu svæði stækka hraðar mjög á breytingum á hitastigi.

Gögnin sem skýrsla NOAA byggir á eru samansafn þúsunda rannsóknarniðurstaðna sem hafa verið rýndar og greindar af sérfræðingum í áratugi. „Þarna eru staðreyndirnar,“ segir Mathis. „Stjórnvöld geta notað þessar staðreyndir ef þau kæra sig um.“

mbl.is
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...