Rafbókasafninu vex fiskur um hrygg

Það getur verið notalegt að koma sér vel fyrir með …
Það getur verið notalegt að koma sér vel fyrir með bók í hendiá bókasafni. En nú geta menn líka farið á bókasöfnin heima hjá sér. mbl.is/Styrmir Kári

Þáttaskil eru að verða á sviði útlána rafbóka og hljóðbóka hér á landi. Nú er hægt að fá slíkar bækur lánaðar á 62 bókasöfnum hér á landi. Það eru tveir opinberir aðilar, Landskerfi bókasafna hf. og Borgarbókasafnið í Reykjavík, sem haft hafa forystu í þessu máli og gengur verkefnið undir nafninu Rafbókasafnið.

Rafbókasafnið var opnað fyrir lánþega Borgarbókasafnsins í lok janúar á þessu ári og 13 almenningsbókasafna í júní, en aðildarsöfnum fjölgaði verulega á dögunum þegar 48 almenningsbókasöfn bættust í hópinn. Í Rafbókasafninu eru nú yfir 3.000 rafbækur og rúmlega 600 hljóðbækur. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær mikilla vinsælda. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík.

Að sögn Þóru Gylfadóttur, verkefnisstjóra hjá Landskerfi bókasafna, sem umsjón hefur með verkefninu, eru heildarútlán frá upphafi orðin 9.396. Þetta þýðir að allur bókakosturinn í Rafbókasafninu hefur farið 2,5 sinnum í útlán.Vinsælasta rafbókin er The Handmaid‘s Tale eftir Margaret Atwood sem hefur farið 30 sinnum í útlán frá því að Rafbókasafnið var opnað.

Vonir standa til að innan tíðar bætist fjöldi íslenskra rafbóka í safnið. Rafbókum á íslensku hefur fjölgað mjög að undanförnu og er til dæmis hægt að fá margar jólabókanna á rafrænu formi hjá útgefendunum og á vef Amazon. Þessar bækur eru hins vegar enn ekki komnar í Rafbókasafnið.

Aldrei neinar sektir

Rafbókasafnið byggist á OverDrive rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar þjónustu. Íslenskir bókaútgefendur þurfa að gera samninga sjálfir við það fyrirtæki til þess að bækurnar komi inn á innkaupavef Overdrive og þá verður hægt að fara að kaupa þær inn á bókasöfnum hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert