Geimfarinn Bruce McCandless látinn

Bruce McCandless í fyrstu geimgöngunni sem var ótengd við geimfar.
Bruce McCandless í fyrstu geimgöngunni sem var ótengd við geimfar. Ljósmynd/NASA

Geimfarinn Bruce McCandless er látinn, 80 ár að aldri, en hann fór fyrstur manna í geimgöngu án þess að vera tengdur beint við geimflaug eða geimstöð. Mynd af geimgöngunni frá 1984 varð þekkt fréttamynd um allan heim

Auk þess að fara sjálfur út í geim starfaði McCandless lengi hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, meðal annars í stjórnstöð þegar Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu fyrstir manna á tunglinu.

McCandless sagði frá því árið 2015 að hann hefði viljað segja eitthvað minnisstætt þegar hann svifi um í geimgöngunni í fyrsta skiptið og því hafi hann ákveðið að vísa til orða Armstrong þegar hann steig á tunglið. „Þetta var mögulega lítið skref fyrir Niel, en þetta er heljarinnar stökk fyrir mig,“ sagði hann.

McCandless fæddist 8. Júní 1937 í Boston og kláraði BS-gráðu við flotaskóla Bandaríkjahers árið 1958. Í farmhaldinu tók hann meistaragráðu í rafmagnsverkfræði við Stanford árið 1965 og meistaragráðu í viðskiptastjórnun við Háskólann í Houston árið 1987. Hann hlaut fjölda viðurkenninga vegna starfa sinna hjá stofnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert