Fundu beinagrindur stúlkubarna

Grafirnar fundust í Upward Sun-ánni í miðhluta Alaska.
Grafirnar fundust í Upward Sun-ánni í miðhluta Alaska. AFP

Beinagrindur tveggja ungbarna sem fæddust og létust í Alaska fyrir um 11.500 árum gefa vísbendingar um líf þjóðar sem hingað til hefur verið óþekkt. Í grein um þjóðina, hina fornu Beringsbúa, í Nature segir að bein barnanna styðji við þá kenningu að allir frumbyggjar Norður-Ameríku séu afkomendur sama fólksins sem fluttist þangað um landbrú fyrir þúsundum ára. 

Beinagrindurnar fundust í gröfum í Tanana-árdalnum í miðhluta Alaska. Þær eru báðar af stúlkubörnum.

Önnur þeirra var 6-12 vikna er hún lést. Hin hefur fæðst fyrir tímann, á um 30. viku meðgöngu. Erfðarannsókn sýnir að stúlkurnar voru skyldar.

Í rannsókninni tókst einnig að staðfesta að stúlkurnar báru sama erfðaefni og frumbyggjar Norður-Ameríku gera í dag. „Þetta breytir skilningi okkar á tímalínu þeirra atburða sem urðu síðar til þess að búa til erfðamengi frumbyggja Norður-Ameríku,“ segir Eska Willerslev, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn, sem kom að rannsókninni. 

Lengi hefur sú kenning verið uppi að frummenn hafi komist á milli Síberíu og Alaska á landbrú sem þar var fyrir um 34 þúsund árum. Hingað til hefur hins vegar ekki verið ljóst hvenær það átti sér nákvæmlega stað. Áður en beinagrindurnar fundust hafði engin haldbær sönnun verið fyrir því þessi þjóð hafi verið til í Alaska. Áður höfðu tengsl frumbyggja við aðra þjóð verið staðfest og rannsóknin nú staðfestir því að saga frumbyggjanna er flóknari en áður var talið.

Ítarleg fréttaskýring CNN um málið.

mbl.is
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
 
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...