Byltingarkennd matvöruverslun

Nemar í hillum skynja hvað viðkomandi tekur og skráir á …
Nemar í hillum skynja hvað viðkomandi tekur og skráir á reikning viðskiptavinarins. AFP

Amazon Go í Seattle opnar matvöruverslun í dag sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir það að það eru engir afgreiðslukassar í versluninni, hvorki sjálfsafgreiðslu né með afgreiðslufólki.

Samkvæmt frétt BBC hafa starfsmenn matvörubúðarinnar verið að gera tilraunir með þetta rekstrarform í þrjú ár og í dag verður tilraunin að veruleika. Í búðinni hefur verið komið fyrir röðum myndavéla sem greina hvern viðskiptavin og fylgjast með hvaða vörur hann velur. Síðan eru vörurnar teknar út af kreditkorti viðskiptavinarins þegar hann fer út úr búðinni.

Áður en komið er inn í verslunina verða viðskiptavinir að skanna Amazon Go-snjallsímasmáforritið. Nemar á hillunum setja vörurnar á reikning viðskiptavinarins og eyða færslunni aftur ef varan er sett aftur upp í hilluna.

Stefnt var að því að opna verslunina fyrir almennum viðskiptavinum fyrr en alls konar vandamál hafa komið í veg fyrir það. Svo sem að gera greinarmun á milli fólks sem er á sama tíma inni í búðinni og er með svipaða líkamsbyggingu og eins börn sem eru gjörn á að setja vöruna aftur upp í hillu en því miður ekki rétta hillu, segir í frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert