Ein sígaretta á dag er hættuleg

Reykingamenn verða alfarið að hætta að reykja frekar en að …
Reykingamenn verða alfarið að hætta að reykja frekar en að draga úr reykingum til að minnka líkur á hjartaáfalli. AFP

Reykingamenn verða alfarið að hætta að reykja frekar en að draga úr reykingum til að minnka líkur á hjartaáfalli. Þetta kemur fram í nýrri og yfirgripsmikilli rannsókn og birtist í læknatímaritinu BMJ. BBC greinir frá.  

Fólk sem reykir daglega eina sígarettu er 50% líklegra en aðrir til að þróa með sér hjartasjúkdóm og 30% líklegra til að fá hjartaáfall en fólk sem hefur aldrei reykt. Það er því ekkert við reykingar sem er öruggt og tryggir að einstaklingur fái ekki þessa sjúkdóma, segir í rannsókninni. 

Reykingamenn eiga samt ekki að örvænta því þeir sem geta dregið úr reykingum sínum eru mun líklegri en aðrir til að hætta alfarið að reykja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert