Fundu forna borg í skóginum

Ný tækni, sem byggð er á notkun leysigeisla úr drónum, ...
Ný tækni, sem byggð er á notkun leysigeisla úr drónum, var notuð við að finna borgina.

Vísindamenn hafa fundið yfir 60 þúsund húsarústir frá tímum Maja í frumskógum Gvatemala. Um tímamótauppgötvun er að ræða en við greininguna var stuðst við leysitækni.

Með þeirri tækni tókst að bera kennsl á rústir húsa, halla, uppbyggðra vega og varnarmannvirkja, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Í raun er um risaborg að ræða sem hefur verið týnd í aldir í skóginum í norðurhluta Gvatemala.

Svæðið er í nágrenni við þekktan fundarstað rústa frá uppgangstímum Maja í landinu. Talið er að milljónir manna hafi búið á svæðinu, mun fleiri en áður hefur verið talið.

Fornleifafræðingar telja að tæknin sem beitt var við fundinn eigi eftir að gjörbreyta þekkingu manna á menningu Maja.

National Geograpic greindi fyrst frá niðurstöðum vísindamannanna. Í grein blaðsins segir að um 2.100 ferkílómetra svæði hafi verið kortlagt í rannsókninni. Niðurstöðurnar bendi til að í Mið-Ameríku hafi verið til þróað samfélag á pari við þá menningarheima sem fundust á Grikklandi og í Kína til forna. Blómaskeið þessa samfélags var fyrir um 1.200 árum. 

„Það hefur verið álitið meðal vestrænna þjóða að flókin samfélög hafi ekki getað þrifist í hitabeltinu og að þangað fari samfélög aðeins til að deyja,“ er haft eftir Marcello Canuto, fornleifafræðingi við Tulane-háskóla í greininni. Hins vegar hafi tekist að sýna fram á hið gagnstæða með þessari nýju rannsóknartækni bæði í Mið-Ameríku og í Kambódíu þar sem hið fræga Angkor Wat er m.a. að finna.

Majar notuðu ekki hjólið en engu að síður tókst þeim „að flytja fjöll“ að sögn Canuto.

mbl.is
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...