Teslu skotið út í geim (í beinni)

Falcon Heavy er tilbúin.
Falcon Heavy er tilbúin. AFP

Fyrirtækið SpaceX mun senda Falcon-geimflaug út í geim í kvöld, en til stóð að flauginni yrði skotið á loft klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Skotinu hefur hins vegar verið frestað til 20:45 hægt verður að fylgjast með skotinu í meðfylgjandi myndbandi. 

Verður þetta í fyrsta skipti sem flaug­in, Falcon Hea­vy, flýg­ur en fyrirtækið SpaceX hef­ur greint frá því að um til­rauna­skot sé að ræða og því geti ým­is­legt farið úr­skeiðis.

Elon Musk, forstjóri og stofnandi SpaceX, ætlar að láta eina af Tesla-bifreiðum sínum fara með geimflauginni. Vaninn er að eldflaugar séu gerðar þyngri með stál- eða steypukubbum en Musk þykir það ekki nógu spennandi. Því fer bifreiðin með.

Hægt er að fylgjast með skotinu hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...