Krabbi sem þarf ekki karldýr til að fjölga sér

Vatnakrabbinn er rannsakaður víða um heim. Hann er talinn ógna ...
Vatnakrabbinn er rannsakaður víða um heim. Hann er talinn ógna því lífríki sem fyrir er. AFP

Ný tegund af vatnakrabba er eingöngu kvenkyns og þarf því ekki karldýr til að fjölga sér heldur klónar sig sjálft. Þessari nýju tegund hefur fjölgað ört á síðustu árum víða um heim og ógnar öðrum tegundum sem fyrir eru. BBC greinir frá.  

Vatnakrabbinn er með 10 leggi og er til sölu sem gæludýr í Kanada þrátt fyrir að sérfræðingar lagst gegn því. Þetta dýr er bannað í löndum innan Evrópusambandinu. Þessi tegund var ekki til fyrir þremur áratugum en finnst núna í villtri náttúru í Japan, Madagaskar, Svíþjóð og Bandaríkjunum. 

Í nýrri rannsókn sem birtist í Nature, Ecology og Evolution segir að fjölgun þessarar tegundar ógnar þeim sem lifa villt í fyrrnefndum löndum þar af sjö tegundum í Madagaskar. 

„Ef þú átt eitt dýr þá muntu eiga 200 til 300 þremur mánuðum seinna,“ segir Dr Wolfgang Stein einn af rannsakendum við sjónvarpsstöðina CBC. Vísindamenn rannsaka krabbann og gera sér vonir um að geta betur skilið klónun í framtíðinni. 

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...