Sjávaryfirborð hækkar sífellt hraðar

Mörgæs á Suðurskautslandinu.
Mörgæs á Suðurskautslandinu. AFP

Yfirborð sjávar hækkar hraðar með hverju árinu að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem birt var í Proceedings of the National Academy of Sciences. Í rannsókninni var stuðst við gervitunglamyndir frá árinu 1993 til að meta hækkun yfirborðs heimshafanna. Með þeirri aðferð er hægt að meta breytingarnar með meiri nákvæmni en með flóðmælum sem oftast hafa verið notaðir til verksins hingað til.

Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að yfirborðið hafi hækkað um 7 sentímetra á þeim 25 árum sem gögnin ná yfir sem er í takti við fyrra mat um að hækkunin nemi um 3 millimetrum á ári.

En það sem kom á óvart er að hækkunin verður sífellt hraðari á hverju ári. Skýringin er sögð sú að vegna hlýnandi loftslags bráðna jöklar hraðar og hraðar. Hröðun á hækkun sjávarborðs á sér helst skýringar í bráðnun íssins á og við Grænland og á Suðurskautslandinu. 

Samkvæmt rannsókninni mun sjávarborð því hækka um 60 sentímetra til ársins 2100 verði ekki dregið úr loftslagsbreytingum, í stað 30 sentímetra sem áður hafði verið spáð.

Frétt CNN um rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...