Skoða aðferðir við að finna örplast

Matís rannsakar hvort plastagnir séu að finna í neysluvatni hér …
Matís rannsakar hvort plastagnir séu að finna í neysluvatni hér á landi. AFP

Sér­fræðing­ar hjá Matís vinna að því að þróa rann­sókn­araðferð á því hvernig hægt sé að skoða plastagn­ir í neyslu­vatni. „Við erum að prófa okk­ur áfram með þá tækni sem við erum með hér inn­anhúss. Þetta er fyrsta skrefið og við erum að nýta okkur þekkingu úr rannsóknarverkefnum þar sem það eru ekki til staðlaðar aðferðir við þessar greiningar þannig að við erum að setja saman aðferð sem við treystum og prófa hana til að gefa raunhæfa niðurstöðu,“ seg­ir Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir um­hverf­is­efna­fræðing­ur hjá Matís.

Í niður­stöðu mæl­inga Orku­veit­unn­ar á plastögnum fundust 0,2-0,4 plastagn­ir í hverj­um lítra af vatni í vatns­sýn­um sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík. Þetta sam­svara því að 1-2 örplastagn­ir finn­ist í hverj­um 5 lítr­um vatns. Greint var frá þessari niðurstöðu 9. febrúar síðastliðinn. Sýnin voru send til útlanda til frekari rannsóknar. Þetta var fyrsta rannsóknin sem var gerð á örplasti í neysluvatni hér á landi.  

Ekki er til viður­kennd sýna­töku- og grein­ing­araðferð þegar kem­ur að rann­sókn­um á örplasti í neyslu­vatni. Eng­ar reglu­gerðir eru held­ur til um örplast í neyslu­vatni, né held­ur viðmiðun­ar­mörk, eða krafa gerð um hreins­un örplasts úr neyslu­vatni. 

„Við ger­um alls kon­ar rann­sókn­ir á neyslu­vatni sam­kvæmt reglu­gerðum en plastagn­ir falla á milli reglu­gerða og að við ger­um ekki ráð fyr­ir þeim,“ seg­ir Hrönn.     

Rannsókn Matís sem er á tilraunastigi og er svokölluð „pilot“ tilraun byggir á sýnum sem um sex til sjö starfsmenn Matís hafa tekið heima hjá sér. Unnið er að því að prófa mismunandi rannsóknaraðferðir. 

Ef plastagnir finnast þarf að spyrja hvaðan þær koma

„Þessi rann­sókn get­ur eingöngu sagt til um hvort við finn­um plastagn­ir og ef við finn­um þær verðum við að kortleggja dreifinguna betur og svo spyrja hvaðan þær koma?“ seg­ir Hrönn. Plast get­ur borist í neyslu­vatn með ólík­um leiðum til dæm­is í gegn­um leiðslur, með blönd­un­ar­tækj­um eða grunn­vatn­inu sem dæmi séu tek­in. Niður­stöður úr þess­ari til­raun er að vænta í næsta mánuði.  

Hrönn bend­ir á að  fjöl­mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað varðandi örtrefjar eða plastagn­ir í um­hverfi okk­ar. Til að mynda hafa hér á landi eng­ar rann­sókn­ir verið gerðar á því hvort það sé að finna í sjón­um í kring­um landið, hvað þá í sjáv­ar­líf­ver­um. 

Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa ekki náð að svara því hvaða áhrif plastagn­ir í neyslu­vatni geta haft á mans­lík­amann. „Það tek­ur tíma að safna upp þekk­ingu á þessu sviði og vís­inda­sam­fé­lagð er að rann­saka þetta meira,“ seg­ir Hrönn. 

Plastið er stærsta um­hverf­is­vanda­málið sem við stönd­um frammi fyr­ir, að sögn Hrann­ar. „Það er í sjálfu sér minna mál að tína upp plast úr um­hverf­inu en þetta fer að verða virki­legt vanda­mál þegar það verður að örplasti því þá er ómögulegt að endurvinna það úr umhverfinu,“ seg­ir Hrönn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert