Landslag undir konunni

La Misereuse Accroupie eftir Pablo Picasso.
La Misereuse Accroupie eftir Pablo Picasso.

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós málverk undir þekktu málverki Pablo Picasso, La Misereuse Accroupie. Rannsakendur beittu nýrri skimunartækni við rannsóknina. Þessi nýja tækni, sem er flúrgeislun, er mun ódýrari leið en áður voru farnar við að rannsaka málverk. Eins er þetta færanlegt og nett tæki sem þýðir að öll listaverkagallerí geta óskað eftir að fá það til sín. 

Undir málverkinu er landslagsmynd af Barcelona sem Picasso hefur nýtt sem grunn. Málverkið er frá bláa tímabilinu í list Picasso. Sennilega er landslagsmyndin undir verk listnema og er hún hliðruð um 90 gráður. Útlínur hæða í bakgrunninum eru notaðar í bak konunnar á málverkinu. 

Vitað er að Picasso notaði oft gömul verk sem grunn undir málverk frá bláa tímabilinu. 

Frétt BBC

mbl.is
Silkihana
Flottir silkihanar til sölu, 3000 kr stk. s. 6956570...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Dýna 160x200 millistíf.
2 ára Blue sky springdýna 160x200 millistíf. Upplýsingar 8935005...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Annast bókanir, reikningsfærslur o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134....