Landslag undir konunni

La Misereuse Accroupie eftir Pablo Picasso.
La Misereuse Accroupie eftir Pablo Picasso.

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós málverk undir þekktu málverki Pablo Picasso, La Misereuse Accroupie. Rannsakendur beittu nýrri skimunartækni við rannsóknina. Þessi nýja tækni, sem er flúrgeislun, er mun ódýrari leið en áður voru farnar við að rannsaka málverk. Eins er þetta færanlegt og nett tæki sem þýðir að öll listaverkagallerí geta óskað eftir að fá það til sín. 

Undir málverkinu er landslagsmynd af Barcelona sem Picasso hefur nýtt sem grunn. Málverkið er frá bláa tímabilinu í list Picasso. Sennilega er landslagsmyndin undir verk listnema og er hún hliðruð um 90 gráður. Útlínur hæða í bakgrunninum eru notaðar í bak konunnar á málverkinu. 

Vitað er að Picasso notaði oft gömul verk sem grunn undir málverk frá bláa tímabilinu. 

Frétt BBC

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...