Kunna ekki að halda á blýanti

Með því að þjálfa ekki vöðvana í fingrunum glata börn ...
Með því að þjálfa ekki vöðvana í fingrunum glata börn hæfileikanum til að halda á blýtanti eða penna. mbl.is/Árni Sæberg

Börn eiga sífellt erfiðara með að halda á blýöntum og pennum þar sem þau nota snjalltæki það mikið að vöðvar í fingrum þeirra fá ekki þá þjálfun sem þarf til þess að geta haldið rétt á blýöntum og pennum, segir þekktur barnalæknir í Bretlandi.

Sally Payne barnalæknir hjá stofnun NHS, Heart og England, segir að þegar börn koma í skóla í dag þá sé handstyrkur þeirra og fingrafimi mun minni en verið hafi hjá sama aldurshópi fyrir tíu árum. 

„Börn sem koma í skóla í dag fá blýanta en þau eru ófær um að halda á þeim þar sem þau hafa ekki þá grunnhreyfigetu sem til þarf,“ segir Payne í viðtali við Guardian. 

Til þess að geta haldið á penna eða blýanti þurfa börn að hafa gott vald á fínhreyfingum og vöðvum í fingrum. Til þess þurfa börn á þjálfun að halda. Payne segir að fólk velji oft auðveldu leiðina og rétti börnum frekar spjaldtölvu í stað þess að hvetja þau til þess að leika sér í leikjum sem þjálfa vöðvana, svo sem með því að kubba, klippa og líma, toga hluti í sundur og saman ofl. 

Annað sem kennarar og læknar óttast er að þetta geti haft alvarleg áhrif á rithönd barna. Þau læri aldrei að skrifa skiljanlega skrift. Jafnframt að börn fari vart út að leika sér lengur heldur sitji inni með tæki.

Guardian

mbl.is
Málarameistari
Málarameistari getur bætt við sig vinnu sími6603830...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....