Elsta húðflúr heims fundið

Húðflúrin á múmíunni af karlmanninum.
Húðflúrin á múmíunni af karlmanninum. Skjáskot/Journal of Archaeological Science.

Húðflúr fannst á 5.000 ára gömlum egypskum múmíum og er því um að ræða elstu húðflúr sem hingað til hafa fundist.

Á einni múmíunni, sem er af karlmanni, fannst mynd af nauti húðflúruð á upphandlegg sem og af fjallageit. Á múmíu af konu fannst hins vegar S-laga tákn.

Sagt er frá fundinum í vísindagrein í nýjasta tölublaði Journal of Archaeological Science. Þar til nú var talið að elstu ummerki um húðflúr séu frá því fyrir 1.000 árum í Afríku.

Þá hefur þessi nýja uppgötvun einnig sýnt fram á að það voru ekki aðeins konur sem voru húðflúraðar í Egyptalandi til forna.

Daniel Antoine, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir í samtali við CNN að táknin sem flúruð hafi verið á fólkið séu nokkuð óvenjuleg. Hann segir að dýratáknin á karlmanninum hafi líklega verið merki um valdastöðu hans. Bæði dýrin séu hyrnd og um er að ræða þekktar myndir sem víða hafa fundist í grafhvelfingum og fleiri byggingum í Egyptalandi.

Múmíurnar eru af fólki sem talið er hafa verið uppi um 3351-3017 fyrir Krist. 

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...