Elsta húðflúr heims fundið

Húðflúrin á múmíunni af karlmanninum.
Húðflúrin á múmíunni af karlmanninum. Skjáskot/Journal of Archaeological Science.

Húðflúr fannst á 5.000 ára gömlum egypskum múmíum og er því um að ræða elstu húðflúr sem hingað til hafa fundist.

Á einni múmíunni, sem er af karlmanni, fannst mynd af nauti húðflúruð á upphandlegg sem og af fjallageit. Á múmíu af konu fannst hins vegar S-laga tákn.

Sagt er frá fundinum í vísindagrein í nýjasta tölublaði Journal of Archaeological Science. Þar til nú var talið að elstu ummerki um húðflúr séu frá því fyrir 1.000 árum í Afríku.

Þá hefur þessi nýja uppgötvun einnig sýnt fram á að það voru ekki aðeins konur sem voru húðflúraðar í Egyptalandi til forna.

Daniel Antoine, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir í samtali við CNN að táknin sem flúruð hafi verið á fólkið séu nokkuð óvenjuleg. Hann segir að dýratáknin á karlmanninum hafi líklega verið merki um valdastöðu hans. Bæði dýrin séu hyrnd og um er að ræða þekktar myndir sem víða hafa fundist í grafhvelfingum og fleiri byggingum í Egyptalandi.

Múmíurnar eru af fólki sem talið er hafa verið uppi um 3351-3017 fyrir Krist. 

mbl.is
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...