Loftlagsáhrifin meiri á konur

AFP

Loftlagsbreytingar hafa meiri áhrif á konur en karla að því er fram kemur í rannsóknum. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru 80% þeirra sem eru á vergangi vegna loftlagsbreytinga konur.

Í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er sérstakur kafli tileinkaður konum og áhrifa loftlagsbreytinga á þær.

BBC fjallar um málið og bendir á að í Mið-Afríku, þar sem 90% af Tjad-vatni hefur þurrkast upp, eru frumbyggjar í sérstakri hættu. Þar þurfa konur nú að leita langt og ganga langar leiðir eftir vatni. Á þurrkatímum fara karlar í bæina og skilja konurnar eftir þar sem þær hafa umsjón með heimasvæðinu, segir   Hindou Oumarou Ibrahim, samhæfingarstjóri hjá Association of Indigenous Women and People of Chad (AFPAT).

Nú þegar þurrkatímarnir vara lengur en áður þá þurfa konur að leggja enn meira á sig til þess að afla fæðu og annast fjölskylduna án nokkurs stuðnings. 

Í frétt BBC, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, kemur fram að þetta gildi ekki bara um konur í dreifbýli því á heimsvísu eru konur mun líklegri til þess að enda í fátækt og þær hafa minni félagshagfræðileg áhrif en karlar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert