Svona voru gögn Facebook misnotuð

Hlutabréf í Facebook hafa lækkað verulega eftir að upp komst að gögn um notendur samfélagsmiðilsins voru misnotuð til að koma á framfæri upplýsingum, stundum röngum, um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.

En hvernig var farið að því að ná í gögnin og nota þau með þeim hætti sem breska gagnafyrirtækið Cambridge Analytica gerði?

Á meðfylgjandi myndskeiði útskýrir öryggissérfræðingur aðferðina sem notuð var en aflað var gagna um 50 milljón notendur Facebook, m.a. með því að beita „persónuleikaprófum“ sem voru aðeins sögð til gamans gerð. Fólk tók þátt í prófunum og afhenti þannig þriðja aðila upplýsingar sínar og jafnvel vina sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert