Hakkarar breyttu tónlistarmyndböndum

Við þeim sem hugðust horfa á Despacito, mest spilaða myndbandið ...
Við þeim sem hugðust horfa á Despacito, mest spilaða myndbandið á YouTube, blöstu grímuklæddir byssumenn. Skjáskot/YouTube

Fyrr í dag náðu hakkarar að brjótast inn á YouTube-aðgang myndbandaveitunnar Vevo og valda nokkrum usla, en myndbandaveitan heldur utan um myndbönd frá tónlistarmönnum sem eru á mála hjá plötuútgáfunum Universal, Sony og Warner.

Hakkararnir breyttu til dæmis mest spilaða myndbandi allra tíma, Despacito með portúgalska tónlistarmanninum Luis Fonsi, og settu þar inn stillimynd af grímuklæddum byssumönnum úr spænskum sjónvarpsþáttum.

Myndbandið, sem hefur yfir 5 milljarða áhorfa, hefur nú verið fjarlægt af YouTube, rétt eins og fleiri myndbönd við lög eftir tónlistarfólk á borð við Shakiru, Drake, Selenu Gomez og Taylor Swift, að því er BBC greinir frá.

Hakkararnir, sem kalla sig Prosox og Kuroi‘sh, skrifuðu „Free Palestine“, eða „Frjáls Palestína“, við nokkur þeirra myndbanda sem þeir breyttu með því að brjótast inn á aðgang Vevo.

Prosox tjáir sig á Twitter um verknaðinn og segir þar við myndbandaveituna Vevo að þetta hafi bara verið til gamans gert. Hann segist virða fyrirtækið og að tilgangurinn hafi ekki verið að skaða viðskiptavini þess. Þá hefði hann eytt myndböndunum, en það segist hann ekki hafa gert.mbl.is
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...