Nátthrafnar líklegri til að deyja um aldur fram

AFP

Fólk sem fer seint að sofa og á erfitt með að vakna á morgnana er líklegra til þess að deyja um aldur fram en þeir sem fara snemma á fætur. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Samkvæmt rannsókninni, sem náði til 433 þúsund manns, eru nátthrafnar 10% líklegri til þess að deyja fyrir aldur fram en morgunhanar. Þá væru þeir sem færu seint á fætur líklegri til þess að eiga við ýmis geðræn og líkamleg vandamál að stríða.

Ekki var skoðaða í rannsókninni hvað ylli umræddum vandamálum en dregin sú ályktun að seinn fótferðartími væri líklegur til þess að hafa neikvæð áhrif á líkamsklukku nátthrafnanna í heimi sem sniðinn væri að þörfum morgunhana.

Fram kemur í niðurstöðuskýrslunni að meira þyrfti fyrir vikið að gera til þess að hjálpa nátthröfnum að aðlaga sig að heimi morgunhananna. Greint er frá niðurstöðunum í vísindatímaritinu Chronobiology International.

mbl.is