Cambridge Analytica lýsir sig gjaldþrota

Höfuðstöðvar Cambridge Analytica í London. Fyrirtækið hefur nú lýst yfir …
Höfuðstöðvar Cambridge Analytica í London. Fyrirtækið hefur nú lýst yfir gjaldþroti. AFP

Breska fyrirtækið Cambridge Analytica, sem nýtti persónuupplýsingar milljónir Facebook notenda, til að aðstoða Donald Trump við að fara með sigur af hólmi í bandarísku forsetakosningunum, tilkynnti í dag að það hafi hætt allri starfsemi.

Hefur fyrirtækið lagt fram gjaldþrotabeiðni fyrir starfsemi sína í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum.

„Það hefur verið ákveðið að það sé ekki lengur lífvænlegt að halda starfseminni áfram,“ sagði í yfirlýsingu Cambridge Analytica vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert