17 sæðisgjafar hafa getið af sér 500 börn

Talsmenn ýmissa samtaka sem berjast gegn krabbameini gagnrýna að sæðisgjafar ...
Talsmenn ýmissa samtaka sem berjast gegn krabbameini gagnrýna að sæðisgjafar í Bretlandi eru ekki skimaðir fyrir arfgengum genum sem geta aukið líkur á krabbameini. AFP

17 breskir sæðisgjafar hafa samtals getið af sér yfir 500 börn, samkvæmt nýjum tölum frá frjóvgunar- og fósturfræðideild bresku heilbrigðisstofnunarinnar.

Tölurnar vekja upp ýmsar spurningar, meðal annars möguleikann á því hvort að börnin hafi mögulegt erft ýmsa DNA-galla frá sæðisgjöfunum þar sem ekki er skimað fyrir  ýmsum genagöllum, svo sem stökk­breyt­ingu í BRCA2 geni, sem erf­ist frá einni kyn­slóð til annarr­ar, og ger­ir það að verk­um að lík­urn­ar á brjóstakrabba­meini marg­fald­ast.

Þá velta menn einnig fyrir sér þeim möguleika á að systkini geti átt í sambandi án þess að gera sér grein fyrir skyldleika þeirra. Í Bretlandi eru alls 18.000 börn sem urðu til með gjafasæði og eiga þau að minnsta kosti níu hálfsystkini. Einungis 163 þeirra eru á skrá hjá yfirvöldum og er því afar lítill hluti þeirra sem getur fengið upplýsingar um hálfsystkini sín.

Karlmenn sem gefa sæði gangast undir ýmis konar rannsóknir, til dæmis er skimað fyrir HIV, lifrabólgu B og C, Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi (CJS), Huntington´s-sjúkdómi og slímseigjusjúkdómi (Cystic Fibrosis). Ekki er skimað fyrir genum sem auka líkur á krabbameini eða Alzheimer.

Talsmenn samtaka sem berjast gegn krabbameini í eggjastokkum benda á að einungis er skimað fyrir krabbameinsgenum ef dæmi um krabbamein er í fjölskyldu sæðisgjafa. „Án heildarskimunar fyrir arfgengu krabbameinsgeni geta gjafar óafvitandi látið genið ganga til barna sinna sem eykur líkur á krabbameini í eggjastokkum, brjóstum, þörmum og á fleiri stöðum,“ segir Marie-Claire Platt, forstöðumaður samtaka sem berjast gegn krabbameini í eggjastokkum, í samtali við The Telegraph

Samtökin hvetja eftirlitsaðila til að grípa til aðgerða og gera skimun eftir arfgengum krabbameinsgenum hluta af þeim rannsóknum sem sæðisgjafar gangast undir.

mbl.is
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...