Ómögulegar hreyfingar Jackson skýrðar

Hér má sjá hvernig Tripathi útskýrir hvernig Jackson náði að …
Hér má sjá hvernig Tripathi útskýrir hvernig Jackson náði að halla sér lengra fram en eðlilegt getur talist. Til þess þurfti mikinn styrk og sérstaka skó. Ljósmynd/Manjul Tripathi

Heilaskurðlæknar hafa útskýrt hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson framkvæmdi líkamlega ómöguleg dansspor í tónlistarmyndbandi við lagið „Smooth Criminal.“

Í myndbandinu frá árinu 1987 sést Jackson halda beinum líkama á meðan hann hallar sér fram um 45 gráður. 

Margir hafa reynt að leika þetta eftir en ástæðan fyrir því að Jackson gat framkvæmt þessa furðulegu stöðu voru sérstakir skór og mikill styrkur hans.

Hryggsérfræðingar hafa varað fólk við því að reyna að leika stöðuna eftir en það geti valdið meiðslum.

Michael Jackson var frábært dansari.
Michael Jackson var frábært dansari. AFP

Indverski sérfræðingurinn Manjul Tripathi bendir á í að grein að flestir vel þjálfaðir dansarar nái í besta falli 25 til 30 gráðu halla í sömu stöðu og Jackson var. „MJ náði hins vegar 45 gráðu hreyfingu sem virðist yfirnáttúruleg“, er meðal þess sem Tripathi skrifaði um málið í tímarit heilaskurðlækna.

Sagt er að Jackson og tveir kunningjar hans hafi fengið hugmyndina að skónum að láni frá geimförum sem notuðu svipaðan skóbúnað í geimnum.

Tripathi segir að þrátt fyrir sérstakan skóbúnað sé ótrúlega erfitt að leika eftir það sem Jackson gerði.

„Nokkur fjöldi aðdáenda, þar á meðal greinahöfundur, hefur árangurslaust reynt að leika þetta eftir,“ stóð í greininni.

„Líkurnar á ökklameiðslum eru miklar en eins og áður hefur komið fram þarf sterkan kjarna og góðan stuðning um ökklana. Þetta er ekki einfalt bragð.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert