Sjúga til sín bakteríur

Handþurrkur er að víða að finna á almenningssalernum.
Handþurrkur er að víða að finna á almenningssalernum.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að heitt loft handþurrkara á almenningssalernum sjúgi til sín bakteríur úr andrúmsloftinu sem svo aftur verða eftir á nýþvegnum höndum notandans.

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við Háskólann í Connecticut og Quinnipiac-háskóla. Til að kanna kenningu sína settu þeir tilraunaskálar á nokkrum mismunandi stöðum á salerni og fóru svo með þær á rannsóknarstofuna. Ef slökkt var á handþurrkaranum þá fannst aðeins lítið magn baktería eða alls ekkert á skálunum. En þegar skálarnar voru í námunda við heita loftið frá handþurrkurunum í aðeins þrjátíu sekúndur þá fundust allt að 254 þyrpingar baktería. Oftast voru þær á bilinu 18-60.

Vísindamennirnir vildu vita hvort að bakteríunum fjölgaði inni í handþurrkurunum sjálfum eða hvort að heita loftið í þeim væri að sjúga bakteríur úr andrúmsloftinu til sín. Til að svara þessari spurningu komu vísindamennirnir síum fyrir í handþurrkurunum og var niðurstaða þess þáttar tilraunarinnar að bakteríufjöldinn kæmi fyrst og fremst úr andrúmslofti baðherbergisins.

Þá vaknar spurningin hvernig bakteríurnar komast út í andrúmsloftið yfir höfuð. Þeirri spurningu reynir John Ross, prófessor í læknavísindum við Harvard-háskóla, að svara. Hann segir að í  hvert skipti sem sturtað er niður úr klósetti, án þess að setan sé niðri (eða jafnvel ekki til staðar yfir höfuð) myndast úði örvera, m.a. saurgerla. Þessi úði getur farið um rýmið. Hann segir að góðu fréttirnar séu þær að samkvæmt rannsókninni séu þessar örverur langflestar ekki hættulegar heilbrigðu fólki. Þær geti hins vegar verið varasamar t.d. á sjúkrahúsum.

Blogg Johns Ross.

mbl.is
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...