Tíu látnir úr Nipah-veirunni

AFP

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að hafa smitast af sjaldgæfum sjúkdómi, Nipah-veirunni, í suðurhluta Indlands. Óttast er að faraldur geti brotist út.

Yfirmaður heilbrigðiseftirlits Kozhikode í Kerala-ríki segir að sýni hafi verið tekin úr átján manns. Af þeim hafi tólf greinst með Nipah-veiruna. Tíu þeirra sem greindust jákvæður eru látnir en þeir tveir sem eru á lífi eru í meðferð á sjúkrahúsi. 

Áður hafði verið staðfest að fimm væru látnir úr Nipah.

Nipah finnst bæði í mönnum og dýrum og berst með ávaxtaleðurblökum, samkvæmt upplýsingum frá WHO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert