Alan Bean látinn

Alan Bean sést hér lengst til hægri á ljósmynd sem …
Alan Bean sést hér lengst til hægri á ljósmynd sem var tekin af geimförum Apollo XII-geimferjunnar árið 1969. Lengst til vinstri er Charles "Pete" Conrad yngri og Richard F. Gordon. AFP

Fyrrverandi bandaríski geimfarinn Alan Bean, sem var fjórði maðurinn til að ganga á tunglinu, er látinn 86 ára að aldri. Fjölskylda hans greindi frá þessu, en Bean lést í Texas í Bandaríkjunum. 

Alan Bean árið 2006.
Alan Bean árið 2006. AFP

Bean helgaði sig síðar myndlist og veitti geimurinn honum innblástur þegar hann bjó til sín málverk. 

Fjölskylda hans segir að Bean hafi veikst fyrir hálfum mánuði í Indiana. Hann andaðist á sjúkrahúsi íHouston. 

Geimfarinn Mike Massimino segir að Bean hafi verið merkilegasti maður sem hann hafi hitt.

„Hann var einstakur maður tæknilegra afreka sem geimfari og listrænna afreka sem málara,“ sagði Massimino, sem hefur farið í tvígang út í geim. 

Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) valdi Bean, sem var fyrrverandi tilraunaflugmaður bandaríska sjóhersins, til þjálfunar árið 1963.

Hann fór út í geim í tvígang. Fyrst í nóvember 1969 er hann stýrði tunglferju í ferð Apollo 12 sem var sent til tunglsins. 

Árið 1973 stýrði hann ferð í Skylab, sem var fyrsta rannsóknarstöð Bandaríkjanna í geimnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert