Huliðshjálmur á klámvefjum

Google – My Activity.
Google – My Activity. AFP

Ef þú ert einn þeirra sem telur að enginn viti af því að þú sért að vafra um á klámsíðum ef þú ferð huldu höfði með því að skrá þig undir huliðshjálmi (incognito) þá er það misskilningur. Þetta skrifar Dylan Curran í tæknipistli á vef Guardian.

Ctrl-shift-N - skemmri leiðin til þess að opna huliðsglugga á GoogleChrome vafranum og þú ert kominn inn á vefi sem þú vilt ekki endilega að allir viti að þú heimsækir. Þegarvafrinu lýkur þá tekur við hreinsunarstarfið - að útmá öll ummerki um dvöl þína á leyndum stöðum netsins. Þegar því er lokið þá lokar þú glugganum og ummerki um gjörðir þínar á netinu hverfa. Eða hvað? Ekki alveg því það er hægt að kanna hvar þú hefur verið ef viljinn er fyrir hendi. Það eina sem er öruggt er að aðrir notendur sama tækis sjá ekki hvað þú hefur verið að gera í tækinu.

Það er fylgst með þér.
Það er fylgst með þér. AFP

Hverfur kannski hjá þér en ekki hjá viðtakanda

Að vera hulinn (Incognito) virkar á eftirfarandi hátt segir Curran: Ímyndaðu þér að þú sért að kaupa nýjan síma. Þú hringir og sendir vinum og fjölskyldu sms. Síðan endursetur þú símann. Símtölin og sms sjást ekki lengur á símanum þínum en þau eru svo sannarlega enn til staðar í símtækjum þeirra sem þú hafðir samband við. Þrátt fyrir að sett tækið upp að nýju hefur þú aðeins eytt upplýsingunum á þínum síma, ekki annarra.

Yfirleitt er því þannig farið að þú hefur skráð þig inn á Google aðgang þinn þegar þú leitar á Google - sama hvort það er leit að klámefni eða einhverju öðru. Fólk hreinsar út leitarsögu sína og út úr skyndiminni tölvunnar og telur að upplýsingarnar séu horfnar.

Það sem fæstir vita er að aðgerðir þínar á Google eru tengdar Google – My Activity. Þarna sést allt sem þú hefur gert þar á meðal allt sem þú hefur leitað að og vefsíður sem þú hefur heimsótt.

Segjum sem svo að þú sért nógu klár til þess að skrá þig út úrGoogle áður en þú ferð að leita að klámi. Því miður ekki nóg því það sem fæstir vita er að allar síður sem þú ferð inn eru vistaðar í tímabundnum spjaldskrám þannig að til þess að vera öruggur þá verður þú að eyða þeim líka.

Einhvers staðar eru upplýsingarnar um þig geymdar. Netið gleymir engu.
Einhvers staðar eru upplýsingarnar um þig geymdar. Netið gleymir engu. AFP

Hér byrjar fjörið

Dylan Curran segir að hér byrji fjörið fyrst. Ef þú ert ofur ímyndunarveikur (eins og þú ættir að vera að mati Curran) þá þurrkar þú út leitarsöguna, ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur. En því miður ekki nóg því halinn fylgir þér.

Miðlarinn (Internet service provider) rekur spor þín á vefnum og á öllum þeim síðum sem þú hefur heimsótt. Allt sem þú hefur hlaðið niður og horft á. Í sumum tilvikum er lausnin að nota VPN (virtual private network) en VPN-nettenging gerir kleift að tengjast lokuðum staðarnetum, oftast í fyrirtækjum og stofnunum. Tenging á milli tveggja punkta fyrir alla netumferð á meðan, en hana má hugsa eins og lokuð, dulkóðuð göng og öll netnotkun á tölvunni fer þar í gegn á meðan.

Enn á ný ekki nóg því VPN-nettengingin sem þú tengist í gegnum fylgist einnig með því sem þú gerir og heldur utan um leit og heimsóknir á netinu.

Hægt er að lesa pistil Dylan Curran í heild á vef Guardian en þar er hann með dæmi um vefi sem gefa sig út fyrir að vera öruggir staðir til að vera á í klámheiminum.

mbl.is
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...