Apple kynnir iOS 12

Apple kynnti iOS 12 í gær.
Apple kynnti iOS 12 í gær. AFP

Tæknirisinn Apple hefur kynnt iOS 12, nýja uppfærslu á stýrikerfinu sem bæði iPhone & iPad keyra á.

Tim Cook, forstjóri Apple, sagði á WWDC-ráðstefnu Apple í gær að fyrirtækið væri að leggja mikla áherslu á hraða og frammistöðu iPhone og iPad í iOS 12 og að helsta markmiðið með nýju uppfærslunni væri að snjallforrit geti opnast að minnsta kosti 40% hraðar en áður.

Hér eru svo helstu uppfærslurnar sem þú mátt ekki missa af:

Tímastillt notkun

Apple ætlar að hjálpa notendum að stýra snjallsímanotkun sinni með því að bjóða upp á stillingar þar sem að hægt verður að stilla hámarkstíma í hverju snjallforriti. Einnig verður hægt að slökkva á tilkynningum á meðan fólk sefur. Þá verður hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um hversu mikið þú varst í símanum í hverri viku. Foreldrar ættu einnig að taka þessu fagnandi en svokallaðar foreldrastillingar verða efldar til þess að tímastilla notkun barna í ákveðnum snjallforritum. 

Hópspjall & Animoji

FaceTime, hringikerfi Apple, mun í nýju uppfærslunni styðja við hópmyndasímtöl fyrir allt að 32 manns á sama tíma. 

Þá hafa hinir grafísku Animoji slegið í gegn á nýjustu símum Apple og ætla þeir sér að gera fleiri Animoji auk þess að bæta við Memoji þar sem að notendur geta búið til grafískt viðmót af sjálfum sér. Animoji og Memoji er talið koma í beina samkeppni við Bitmoji sem að Snapchat-notendur ættu að þekkja vel.

Betri tilkynningar

Tilkynningaflóðið á iPhone hefur verið milli tannanna á notendum símans. Í nýjustu uppfærslunni hyggst Apple sameina tilkynningarnar eftir smáforritum til þess að minnka tilkynningaflóðið.

Measure

Nýtt snjallforrit frá Apple heitir Measure en með nýrri tækni getur þú nú mælt hvaða hlut sem er með því að beina myndavél símans að hlutnum. Forritið gefur upp breidd, hæð og lengd hlutarins á símann samstundis.

Reiknað er með því að iOS 12 verði tilbúið fyrir iPhone og iPad í september 2018 en talið er líklegt að Apple muni tilkynna nýja síma um svipað leyti.

Apple Watch fá líka upplyftingu.
Apple Watch fá líka upplyftingu. AFP
FaceTime styður nú myndbandshópspjöll fyrir allt að 32 manns.
FaceTime styður nú myndbandshópspjöll fyrir allt að 32 manns. AFP
Apple kynnti Measure, tól sem getur mælt hluti með myndavélinni …
Apple kynnti Measure, tól sem getur mælt hluti með myndavélinni og gefið upp nákvæma stærð hluta. AFP
Apple kynnti uppfærslur á Animoji fyrir iOS 12.
Apple kynnti uppfærslur á Animoji fyrir iOS 12. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert