Facebook veitti kínverskum fyrirtækjum upplýsingar

AFP

Facebook er í samstarfi við að minnsta kosti fjögur kínversk rafeindafyrirtæki um að veita gagnaupplýsingar. Eitt fyrirtækjanna á í nánu samstarfi við kínversk yfirvöld. Þetta kemur fram í New York Times í gær. 

Samkomulagið nær aftur til árisins 2010 hið minnsta og samkvæmt því fær Huawei fjarskiptabúnaðarfyrirtækið einkaupplýsingar um notendur Facebook. Fyrirtækið er á lista bandarískra leyniþjónustustofnana sem þjóðaröryggisógn, sem og Lenovo, Oppo og TCL.

Yfirmenn Facebook segja að reynt verði að draga úr samstarfinu við Huawei í vikunni eftir að upplýst var um málið. Í samkomulaginu sem New York Times upplýsti um kemur fram að Facebook veitti fyrirtækjunum fjórum upplýsingar líkt og öðrum sambærilegum, svo sem Amazon, Apple, BlackBerry og Samsung.

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert