Facebook biðst afsökunar á galla

AFP

Hugbúnaðargalli á Facebook varð til þess að 14 milljón notendur hefðu getað sent út persónulegar upplýsingar til almennings. Í hvert skipti sem að notandi setur efni inn á sína eigin tímalínu man Facebook með hverjum notandinn deildi því efni, hvort sem að það séu sérstakir vinahópar, allir vinir, vinir vina notandans eða allir í heiminum. Gallinn lýsir sér þannig að öllu efni var deilt með öllum umheiminum óháð því hvað notandinn hafði valið áður.

 „Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum,“ segir Erin Egan, yfirmaður persónuverndarmála hjá Facebook í samtali við BBC. Allir notendur sem að lentu í gallanum hafa verið látnir vita í gegnum Facebook. Gallinn hafði ekki áhrif á neitt sem að fólk hafði sett inn á Facebook áður.

Gallinn er að þessu sinni minniháttar en Facebook treystir á það að notendur deili efni og þarf fólk að geta treyst því að efnið sitt fari ekki í rangar hendur því að annars munu notendurnir ekki deila neinu. Talsmaður Facebook sagði við BBC að minni tilkynningar líkt og þessi gætu orðið fleiri á næstu misserum til þess auka gagnsæi fyrirtækisins.

mbl.is
Stólar á pallinn
Erum að smíða stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn skoðið heimasíðuna ...
Þakefnalagnir.
Allar þakefnalagnirlagnir. Viðhald og viðgerðir. Nýlagnir og endurnýjun. Vanta...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...