Facebook biðst afsökunar á galla

AFP

Hugbúnaðargalli á Facebook varð til þess að 14 milljón notendur hefðu getað sent út persónulegar upplýsingar til almennings. Í hvert skipti sem að notandi setur efni inn á sína eigin tímalínu man Facebook með hverjum notandinn deildi því efni, hvort sem að það séu sérstakir vinahópar, allir vinir, vinir vina notandans eða allir í heiminum. Gallinn lýsir sér þannig að öllu efni var deilt með öllum umheiminum óháð því hvað notandinn hafði valið áður.

 „Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum,“ segir Erin Egan, yfirmaður persónuverndarmála hjá Facebook í samtali við BBC. Allir notendur sem að lentu í gallanum hafa verið látnir vita í gegnum Facebook. Gallinn hafði ekki áhrif á neitt sem að fólk hafði sett inn á Facebook áður.

Gallinn er að þessu sinni minniháttar en Facebook treystir á það að notendur deili efni og þarf fólk að geta treyst því að efnið sitt fari ekki í rangar hendur því að annars munu notendurnir ekki deila neinu. Talsmaður Facebook sagði við BBC að minni tilkynningar líkt og þessi gætu orðið fleiri á næstu misserum til þess auka gagnsæi fyrirtækisins.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...