Netflix liggur niðri á heimsvísu

Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim ...
Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim sé kunnugt um vandann. AFP

Netflix streymisveitan liggur nú niðri um heim allan að því er dagblaðið Independent greinir frá. Gátu notendur hvorki horft á myndir né sjónvarp í kvöld þar sem einungis villumynd kom upp á skjánum.

„Nexflix villa: Ekki er hægt að horfa á þetta efni núna,“ eru skilaboðin sem birtust á skjánum í stað efnisins sem óskað hafði verið eftir.

Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim sé kunnugt um vandann, sem nær bæði til apps og vefsíðu fyrirtækisins. „Við vitum að áskrifendur eiga í vanda með að streyma efni á öllum tækjum,“ sagði í færslunni. „Við erum að skoða málið og þökkum þolinmæði ykkar.

Notendur Netflix hér heima og erlendis hafa margir tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum í kvöld.

mbl.is
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Annast bókanir, reikningsfærslur o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134....
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....