Netflix liggur niðri á heimsvísu

Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim ...
Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim sé kunnugt um vandann. AFP

Netflix streymisveitan liggur nú niðri um heim allan að því er dagblaðið Independent greinir frá. Gátu notendur hvorki horft á myndir né sjónvarp í kvöld þar sem einungis villumynd kom upp á skjánum.

„Nexflix villa: Ekki er hægt að horfa á þetta efni núna,“ eru skilaboðin sem birtust á skjánum í stað efnisins sem óskað hafði verið eftir.

Forsvarsmenn Netflix hafa greint frá því á Twitter að þeim sé kunnugt um vandann, sem nær bæði til apps og vefsíðu fyrirtækisins. „Við vitum að áskrifendur eiga í vanda með að streyma efni á öllum tækjum,“ sagði í færslunni. „Við erum að skoða málið og þökkum þolinmæði ykkar.

Notendur Netflix hér heima og erlendis hafa margir tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum í kvöld.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...