Apple bætir öryggi iPhone

AFP

Apple hyggst breyta stillingum iPhone til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti aflæst símunum. Þetta er einnig gert til þess að gera erfiðara fyrir lögregluyfirvöld að aflæsa símum en árið 2016 vildi Apple ekki hjálpa lögregluyfirvöldum að opna síma sem að maður notaði er hann myrti 14 manns í San Bernardino í Kaliforníu.

Bandaríska lögreglan hefur sagt að það hjálpi lögreglumönnum ítrekað að getað opnað iPhone síma og iPad spjaldtölvur en Apple hefur verið einn helsti andstæðingur þess. Þá hefur Apple einnig lagst gegn frumvarpi þess efnis sem gerir bandarísku ríkisstjórninni auðveldara með að nálgast samskipti notenda en það er BBC sem greinir frá.

„Við erum alltaf að styrkja öryggismál í öllum vörum Apple til þess að hjálpa viðskiptavinum okkar að verjast tölvuþrjótum, tölvuárásum og stuldri á persónuupplýsingum,“ segir Apple í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert