Sendu skilaboð í átt að svartholi

Skilaboð frá Stephen Hawking heitnum voru send út í geim, …
Skilaboð frá Stephen Hawking heitnum voru send út í geim, nánar tiltekið í átt að svartholi 1A 0620-00. AFP

Skilaboð frá Stephen Hawking heitnum voru send út í geim í átt að svartholi síðastliðinn föstudag á meðan Hawking var jarðsunginn í Westminster Abbey í London.

Evrópska geimstofnunin (ESA) sagði að skilaboðin hefðu verið sex mínútur sem komu úr ræðu Stephen Hawking um að varðveita jörðina. Skilaboðin voru send í átt að svartholi 1A 0620-00, sem var uppgötvað árið 1975 og er í 3.500 ljósára fjarlægð frá jörðu.

„Þetta er falleg og táknræn hugmynd um pabba í geimnum þar sem hugur hans hefur alltaf verið,“ segir Lucy Hawking, dóttir Stephen Hawking, í samtali við AFP. „Þetta eru skilaboð um frið, von og þörf þess að við þurfum að lifa saman sem ein heild,“ bætir Lucy við.

Stephen Hawking, sem var greindur með MND-sjúkdóminn, vann ævistarf sitt við að rýna í ráðgátur geimsins á meðan hann barðist við sjúkdóminn. Stephen Hawking lést 14. mars sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert