Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar á föstudaginn ...
Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar á föstudaginn klukkan 12. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi en niðurstöður hennar voru birtar í dag í vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association.

Rannsóknin spannaði þrjátíu ár og byggðist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum. Yfir 100.000 manns voru greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdar áföllum á tímabilinu. Áhætta þerra á að greinast með sjálfsónæmissjúkdóma var borin saman við systkini þeirra og óskylda einstaklinga af sama aldri og kyni og leiddu niðurstöður í ljós að einstaklingar með áfallastreitu voru að meðaltali 30-40% líklegri til að greinast með sjálfsónæmissjúkdóm. Meðal þeirra sjálfsónæmissjúkdóma sem voru skoðaðir eru sykursýki I, lúpus, MS, Addison- og Crohnssjúkdómur.

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild HÍ, og Huan Song nýdoktor fara fyrir rannsókninni. Þær segja niðurstöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla. „Við vitum frá fyrri rannsóknum að mikil streita getur raskað ónæmiskerfi okkar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl áfallastreitu og tengdra raskana við áhættu á sjálfsónæmissjúkdómum í stóru almennu þýði fólks,“ segir Unnur.

Niðurstöðurnar verða kynntar í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar föstudaginn 22. júní klukkan 12.

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...