Hægt að koma í veg fyrir krabbamein í 40% tilvika

Reykingar og áfengisneysla auka líkurnar á því að fá krabbamein.
Reykingar og áfengisneysla auka líkurnar á því að fá krabbamein. mbl.is/Golli

Frakkar eru að setja sig í óþarfa hættu með miklum reykingum, óhóflegri áfengisneyslu og slæmu matarræði, segir í nýrri rannsókn um áhættu á því að fá krabbamein. Rannsóknin er unnin af frönskum heilbrigðisyfirvöldum, Santé publique France, og samkvæmt henni hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein í fjórum af hverjum tíu tilvikum með breyttu neyslumynstri.

Reykingar og áfengisneysla eru tveir helstu áhættuþættirnir og síðan fylgir slæmt mataræði og offita þar fast á eftir. Af þeim 346 þúsund Frökkum sem greindust með krabbamein árið 2015, þrjátíu ára og eldri, hefði verið hægt að koma í veg fyrir veikindin hjá 142 þúsundum, eða 41%, ef viðkomandi hefði ekki verið í áhættuhópi vegna reykinga, áfengisneyslu og slæms matararæðis.

Krabbamein er algengasta dánarorsökin í Frakklandi en hjartasjúkdómar fylgja fast á eftir. Árið 2013 létust 164 þúsund Frakkar úr krabbameini. Einkum er það krabbamein sem hægt er að rekja til reykinga, svo sem lungnakrabbamein, sem dregur fólk til dauða.

Agnès Buzyn, heilbrigðisráðherra, hefur tekið harða afstöðu gegn reykingum frá því hún tók við embætti og segir hún allt of fáa Frakka gera sér grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að reykja.

Áfengisneysla skýrir 8% nýrra krabbameinstilvika í Frakklandi og er lagt til að yfirvöld geri meira til þess að draga úr ofneyslu áfengis, svo sem með því að hækka skatta á áfengi.

Frétt Le Monde

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...