Hitamet fallið um allan heim síðustu daga

Mynd sem sýnir hita á jörðinni 3. júlí.
Mynd sem sýnir hita á jörðinni 3. júlí. Mynd/Háskólinn í Maine

Á síðustu dögum hefur hvert hitametið fallið á fætur öðru á norðurhveli jarðar. Aldrei hefur hitinn mælst hærri á Írlandi, í Skotlandi og Kanada sem og á svæðum í Mið-Austurlöndum.

Í fréttaskýringu um málið á vef Washington Post er farin hringferð um jörðina og hitamet í hverri heimsálfu tiltekin.

Í Norður-Ameríku var t.d. hitametið í Denver jafnað 28. júní en þá mældist hitinn rétt yfir 40 gráðum. Í Burlington í Vermont var metið slegið en þar mældist 15,5°C 2. júlí.

Í Montreal í Kanada var 147 ára hitamet slegið er hitinn mældist 36,6 gráður 2. júlí.

Í Evrópu var mjög heitt á Bretlandseyjum, svo dæmi sé tekið. Í Skotlandi féllu hitamet, m.a. í Motherwell suðaustur af Glasgow en þar mældist yfir 33 stiga hiti 28. júní. Sömu sögu er reyndar að segja frá Glasgow þar sem hitinn fór í tæpar 32 gráður þann dag.

Í Asíu féll t.d. hitamet í Tbilisi í Georgíu en þar fór hitinn í 40,5 gráður  4. júlí sem er met frá upphafi mælinga. Þá féllu einnig hitamet víða í suðurhluta Rússlands. 

Í Mið-Austurlöndum mældust 42,6 gráður í Óman 28. júní. 

Síðustu fimmtán mánuði hafa hitamet auk þess fallið víða um heim m.a. í Pakistan þar sem mældist 50,2 stiga hiti í apríl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...