Ósoneyðandi froða notuð í Kína

Myndin sýnir styrk ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu 2. október 2015.
Myndin sýnir styrk ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu 2. október 2015. NASA/Goddard Space Flight Center

Ódýrt efni til einangrunar er talið valda mikilli aukningu á gastegundum sem mjög skaðlegar eru ósónlaginu sem verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólar. Stofnun sem rannsakað hefur málið hefur komist að því að efnið CFC-11, sem hefur verið bannað með öllu frá árinu 2010, er mikið notað til einangrunar húsa í Kína til að draga úr kostnaði.

Í frétt BBC segir að vísindamenn hafi staðið á gati vegna aukningar útblásturs gastegunda sem skaðlegar eru ósónlaginu. Nú hefur Rannsóknarstofnun umhverfismála (Environmental Investigations Agency, EIA) komist að því að líklega megi rekja málið til Kína. 

Fyrir aðeins mánuðum var gefin út skýrsla þar sem sýnt var fram á að minni notkun CFC-11, eftir að efnið var bannað fyrir átta árum, hefði haft þau áhrif að dregið hefði úr skemmdum á ósonlaginu. Hins vegar vöknuðu fljótt grunsemdir um að efnið væri enn notað einhvers staðar í Austur-Asíu. Ýmsar sögur fóru á kreik, m.a. að verið væri að nota efnið með leynd til að auðga úran til notkunar í kjarnorkuvopn.

CFC-11 er efni sem notað er í einangrunarfroðu. Það er það efni sem fær froðuna til að blása út og fylla upp í þá staði þar sem henni er dælt. Froðan er notuð til einangrunar til að lækka kostnað við kyndingu. 

Vísindamenn EIA tóku sýni úr froðunni á tíu svæðum víðs vegar um Kína. Þá ræddu þeir einnig við yfirmenn átján fyrirtækja og var niðurstaða þeirra sú að CFC-11 væri enn notað í landinu.

Eitt fyrirtæki sem selur CFC-11 segir efnið mjög mikið notað í Kína enda sé það betra að gæðum og ódýrara en annað efni sem þjóna eigi sama tilgangi.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...