Forsetinn tístir í gríð og erg

AFP

Enginn þjóðarleiðtogi kemst með tærnar þar sem Donald Trump hefur hælana þegar kemur að vinsældum á Twitter. Alls fylgja 52 milljónir Trump á Twitter en þeim hefur fjölgað gríðarlega frá því hann tók við embætti forseta.

Páfinn er með 45 milljónir fylgjenda á Twitter og 42 milljónir fylgja forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, samkvæmt nýrri rannsókn samskiptafyrirtækisins Burson Cohn & Wolfe (BCW).

Undanfarið ár hefur Trump átt tæplega 264,5 milljón samskipti við fylgjendur sína sem er fimm sinnum fleiri en Modi og tólf sinnum fleiri en Frans páfi.

En þegar kemur að endurtísti þá er konungur Sádi-Arabíu, Salman, fremstur í flokki. Því þrátt fyrir aðeins 11 færslur á Twitter frá því í maí 2017 til maí 2018 þá hefur hverri þeirra verið tíst áfram að meðaltali 154.294 sinnum. Trump nær aftur á móti ekki nema 20.319 endurtísti á sama tíma fyrir hverja færslu.

mbl.is
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...