Færslur á Facebook hluti af arfleið

Dómurinn getur haft mikið fordæmisgildi gagnvart upplýsingum á samfélagsmiðlum.
Dómurinn getur haft mikið fordæmisgildi gagnvart upplýsingum á samfélagsmiðlum. AFP

Stjórnlagadómstóll Þýskaland hefur dæmt foreldum í hag í máli gegn Facebook. Foreldrarnir höfðu farið fram á það við Facebook að fá aðgang að persónulegum samskiptum dóttur sinnar á samfélagsmiðlinum en hún varð fyrir neðanjarðarlest árið 2012 og lést.

Ekki er vitað hvort um slys var að ræða eða sjálfsvíg og vonuðust foreldrarnir til þess að færslur stúlkunnar á Facebook fyrir andlátið gætu varpað ljósi á það. Stúlkan var 15 ára þegar hún lést.

Niðurstaða stjórnlagadómstólsins er talin geta haft mikið fordæmisgildi í því hvernig farið er með upplýsingar á samfélagsmiðlum eftir andlát viðkomandi. Dómurinn í dag er í samræmi við niðurstöðu undirréttar í Berlín árið 2015 en í andstöðu við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í fyrra.

Niðurstaða dómara við stjórnlagadómstólinn er að samningur stúlkunnar við Facebook sé hluti af arfleið hennar og eigi að renna til móður stúlkunnar. Því fær móðirin fullan aðgang að færslum og einkaskilaboðum stúlkunnar á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert