Ofurmáni á föstudeginum 13.

Sama tungl við annað tækifæri.
Sama tungl við annað tækifæri. AFP

Hjátrúarfullir Ástralir ættu að halda sig innandyra í dag. Ekki nóg með að í dag sé föstudagurinn 13. heldur má einnig búast við ofurmána á himninum nú í kvöld. Tunglið er einstaklega nálægt suðurhveli og mun auk þess skyggja á örlítinn hluta sólarinnar, sem þýðir að Ástralir, auk Nýsjálendinga og Tasmaníubúa, fá að upplifa deildarmyrkva (e. partial solar eclipse).

Jörðin fer milli sólar og tungls í hverjum mánuði, en sólmyrkvi skeður aðeins þegar himintunglin þrjú raða sér þannig að jörðin svífur um hluta af skugga tunglsins. Fyrir þá sem fylgjast með af jörðu er það þegar tunglið virðist fara fyrir hluta jarðarinnar.

Hvað er ofurmáni?

Talað er um ofurmána þegar tungl er fullt eða nýtt á sama tíma og það fer næst jörðu. Sporbaugur jarðar er ekki fullkomlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Tunglið er að meðaltali í 385.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu en nákvæm fjarlægð er á bilinu 355.000-405.000 kílómetrar. Jafnan er miðað við að fjarlægð tungls frá jörðu sé minni en 360.000 kílómetrar til að það teljist ofurmáni. Í þessum skrifuðum orðum er yfirborð tunglsins rúmum 357.400 kílómetrum frá áströlsku höfuðborginni Canberra og tunglið nýtt.

Eftir því sem mbl.is kemst næst hefur lífið í borginni þó gengið sinn vanagang. Ofurmáninn hefur raunar lítil áhrif á stærð tunglsins á himni. Á heimasíðu NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, er því haldið fram að tunglið stækki ekki nema um 14% við tilefnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert