Frosinn í tímanum í 99 milljón ár

Nýburinn inni í rafinu.
Nýburinn inni í rafinu. Ljósmynd/ Kínverska Vísindaakademían.

Steingervingur snáks, annað hvort fósturvísir eða nýburi, hefur fundist inni í rafi í Mjanmar. Snákurinn hefur verið frosinn fastur í rafinu í 99 milljónir ára.

Snákurinn lifði líkast til þar sem Mjanmar eða Búrma er í dag, á tíma risaeðlanna og er að sögn vísindamanna á svæðinu einstakur og sjaldgæfur fundur. Leifar af plöntum og skordýrum sem fundust inni í rafinu staðfesta að snákurinn lifði í skóglendi.

„Þetta er fyrsti steingervingur nýbura-snákar sem við höfum nokkurn tímann fundið,“ segir Michael Caldwell, prófessor við Alberta háskólann í Kanada í samtali við BBC.

Snákurinn er talinn vera frá Krítartímabilinu og hefur fengið nafnið Xiaophis Myanmarensis, eða „Snákur dögunarinnar af Mjanmar“. Annar steingervingur fannst einnig í rafi og virðist vera húðflibbi af öðrum og stærri snáki.

Snákurinn hefur fests í rafinu fljótlega eftir fæðingu og vakti það athygli vísindamanna að höfuðið vantaði á hann. „Raf er algjörlega einstakt. Hvað sem það snertir frýs í tímanum“ segir Caldwell.

Líffærauppbygging snákarins bendir til að burðarás snáka hefur breyst lítillega á síðustu 99 milljón árum. Vísindamenn sem rannsaka nú snákinn segja að tegund hans hafi líkast til komist af í tugi milljóna ára áður en hún dó út.

mbl.is
Verslunarhúsnæði, Bolholti 4
Til leigu 170 fm. verslunarhúsnæði í Bolholti 4. næsta hús fyrir aftan bensins...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Ukulele
...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...