Haldið í leiðangur til sólarinnar

Þótt hitabylgja hafi nýlega steikt mikinn hluta jarðarinnar hyggjast sumir nú kanna heitari slóðir. Bandaríska geimrannsóknarstofnunin NASA mun á laugardaginn skjóta ómönnuðu könnunargeimfari til sólarinnar.

Geimfarið nefnist Parker-sólarkanninn í höfuðið á sólarfræðingnum Eugene Parker. Áætlað er að geimfarið verði hið fyrsta sem fer um funheitan lofthjúp sólarinnar og „snertir sólina“ eins og geimrannsóknarstofnunin komst að orði. Förinni er heitið að hinni svokölluðu kórónu sólarinnar, sem er plasmahjúpur sem umlykur sólina og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.

Heitara yst en innst

Sums staðar er kórónan enn heitari en yfirborð sólarinnar sjálfrar. Vísindamennirnir að baki verkefninu vonast einmitt til þess að leysa ráðgátuna um það hví sólin er heitari yst en innst og hví hitinn í kórónunni nemur sums staðar allt að 5.500 milljónum gráða á selsíus.

„Við verðum að komast á þetta virka svæði, þar sem allar ráðgáturnar eiga sér stað,“ sögðu vísindamenn NASA við Fox.

Vonast er til þess að með rannsóknum á kórónunni verði hægt að spá fyrir um veðurtilbrigði úti í geimnum, en geimstormar geta til dæmis raskað orkustöðvum á jörðinni. Þetta gerist þegar sólvindar raska segulsviði jarðarinnar og dæla orku í geislabelti hennar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta spáð fyrir um geimveður eins og um veðrið á jörðinni,“ sagði sólfræðingurinn Alex Young hjá NASA í samtali við AFP.

Könnunargeimfarið mun halda sig í um 6,16 milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði sólarinnar en þar mun það vera í um 1.379 gráða hita á selsíus. Fylgst verður með og myndir teknar af sólvindinum þegar vindhraðinn rýfur hljóðmúrinn.

Farið er umlukið sérstökum ellefu sentimetra þykkum varnarhjúpi úr kolefnablöndu sem á að gera því kleift að þola þennan gríðarlega hita. Hjúpurinn er hannaður til að standast um fimmhundruðfaldan hita andrúmslofts jarðarinnar og á hann að halda geimfarinu nærri þægilegum 30 gráða stofuhita.

Sjö ára ferðalag

Farið mun fljúga um geiminn á um 69.2000 kílómetra hraða á klukkustund og ætti þar með að verða hraðskreiðasta manngerða far í sögunni til þessa. Áætlað er að farið verði í geimnum í sjö ár og muni á þeim tíma fara 24 sinnum í gegnum kórónuna. Samkvæmt heimasíðu NASA mun farið nýta sér aðdráttarafl Venusar til þess að þoka sér smám saman nær sólinni á sporbaugi um hana á ferðalaginu.

Parker-sólarkannanum verður skotið á loft í kringum klukkan 3.48 að staðartíma frá flugherstöðinni á Canaveral-höfða á Flórída á laugardaginn.

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...